Nýjustu fréttir
Neytendastofa (www.neytendastofa.is) framkvæmdi í dag...
Bostik-flugvélin kemur til Íslands eftir hádegi á...
Nýlega sérpantaði Múrbúðin tvær Allen...
Póstlisti
Skráđu netfangiđ ţitt og fáđu tilkynningar sendar í tölvupósti
Nafn
Afskrá

Opnunartími
Múrbúðin Reykjavík Kletthálsi 7.
Virkir dagar
Opið 08-18
LaugardagarOpið 10-16
 
Múrbúðin Reykjanesbæ Fuglavík 18
Virkir dagarOpið 08-18
LaugardagarLokað

 

Ardalan WP útiflot

 Efnislýsing

Ardalan WP útiflot er dælanlegt hraðharðnandi flotefni sem er ætlað til notkunar úti. Þegar flotið hefur náð fullum styrk er það frost og vatnsþolið og má fara varanlega undir vatn. Ekki er þörf á frekari yfirborðsmeðhöndlun, s. s. slípun eða fínspörtlun.

Notkunarsvið

Ardalan WP útiflot hentar við flestar aðstæður utandyra. Er vatns og frostþolið og má fara varanlega undir vatn. Flotið hentar líka innadyra, t.d. yfir hitalagnir og aðra staði þar sem álag er í meðallagi. Þolir t.d. hjól skrifborðsstóla samkv.(DIN EN-12529)

Undirvinna

Undirlagið skal vera sterkt, hreint og laust við lausan múr, sementslamma, raka, fitu og önnur óhreinindi, og þarf að þola togkraft allt að 3,0 N/mm. Límrestar og aðra húð er best að fjarlægja með demantsslípun. Ef olía eða fita er í steininum, þarft að brenna hana í burtu með þar til gerðum tækjum. Ef flota á yfir lakkað gólf, skal slípað yfir með sandpappírs-slípivél og lakkið mattað. Grunnið með Deka Akryl 1:1, stráið þurru flotefni í blautann grunninn og kústið saman.

Grunnur

Grunna skal með Deka Akryl. Þegar flotað er úti skal tvígrunna. Fyrst er grunnurinn blandaður 1 hluti grunur og 5 hlutar vatn. Þegar það er þornað á að blanda hann 1 hluta grunn og 3 hluta vatn. Innandyra er yfirleitt nóg að grunna einu sinni og þá með blöndunni 1 : 3. Munið að kústa alltaf grunninn á flötinn sem á að flota.

Sjá nánari leiðbeiningar um notkun.

Blöndun

Notið alltaf hreint og KALT vatn. (4-6°C) Ef notað er of heitt vatn þá breytast eðliseiginleikar flotsins og það getur eyðilagst. Vatnsmagn er 5 lítrar í 25 kg. poka. Hellið vatninu fyrst í dallinn og múrefninu á eftir. Blandið saman með hæggengri borvél þar til efnið er kekkjalaust og viðunandi seigju er náð. Látið efnið standa í a.m.k. 2 mín fyrir lögn. Ef dæla á efninu, leitið þá upplýsinga hjá söluaðila.

Ásetning

Flotinu er hellt eða því dælt á flötinn sem á að flota. Best er að reyna að hella flotinu ca í þeirri þykkt sem óskað er því það getur reynst erfitt að ætla að jafna því út eftirá með spaða. Draga þarf tenntan spaða eftir yfirborðinu til að losa um loft og koma í veg fyrir loftbólur. Ef þarf að flota í tveimur umferðum, er best að flota seinni umferðina þegar flöturinn er orðin göngufær en dálítið rakur ennþá. ( ca 2-4klst). Ef lengra líður á milli þarf að grunna aftur með blöndunni 1:3.

Eftirmeðferð

Verja þarf flotið fyrir vatni og vindum þar til lágmarkshörku er náð. Of hröð þornun af völdum vinds og/eða sólar getur valdið sprungumyndun. því þarf í mörgum tilfellum að breiða yfir nýlagt flotið ef það er hægt.

Ardalan_WP_utiflot2.pdf

 

 

Fyrirvari: Verð á síðunni eru gefin upp með fyrirvara um prentvillur og tímabundna ónákvæmni þegar verðbreytingar standa yfir.